*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Erlent 9. september 2019 12:12

Breska pundið styrkist

Boris Johnson sagður jákvæðari um að ná samningi við Evrópusambandið áður en Bretland yfirgefi sambandið.

Ritstjórn
Boris Johnson stendur í ströngu þessa dagana og er þingheimur Bretlands ekki á eitt sáttur um forsætisráherrann.
epa

Gegni breska pundsins hefur hækkað skart það sem af er degi og hefur ekki verið jafn sterkt gagnvart dollar og evru í sex vikur. Financial Times greinir frá þessu og rekur styrkinguna annars vegar til þess að hagvöxtur í júlí hafi verið betri en reiknað var með og hins vegar til aukinnar bjartsýni um að samningar við Evrópusambandið muni liggja fyrir áður en til Bretland gangi úr sambandinu. 

Boris Johnson, forstætisráðherra Bretlands, heimsótti kollega sinn Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, um helgina. Á sameiginlegum blaðamannafundi sagði Boris að hann vildi ná samningum við Evrópusambandið. Hefur FT eftir greinendum að allar fréttir um samningar kunni að nást séu líklegar til að valda miklum hreyfingum á gengi pundsins.  

Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga og tilkynnti talsmaður Boris að breska þinginu verði slitið í dag. Þingið hefur tekið stefnu Boris um samningslausa úrgöngu 19. október afar illa sem og tillögu hans um kosningar fari fram í október. 

Financial Times hefur eftir greinenda Goldman Sachs að niðurstaða þessara átaka og þreyfinga séu að minni líkur séu á að Bretlandi yfirgefi sambandið án samnings. Þetta séu jákvæðar fréttir í hugum fjárfesta og það endurspeglist í sterkara gengi pundsins. 

Stikkorð: Boris Johnson Brexit