Breska ríkið hefur selt hluti í Lloyds-bankanum fyrir 500 milljónir punda og nemur eignarhlutur þess í bankanum nú 19,93%. Þetta kemur fram á vef BBC News .

Upphaflega keypti breska ríkið 41% hlut í bankanum fyrir 20 milljarða punda í efnahagskrísunni árið 2008.

Nú hefur það hins vegar í heildina selt rúmlega 21% hlut fyrir tíu milljarða punda og er því á góðri leið með að koma út á sléttu í viðskiptunum.