Breska ríkið tapar um 1 milljarði punda, um 208 milljörðum króna, við sölu á 5,4% hlut í Royal Bank of Scot­land (RBS).

Þetta er fyrsta sala ríksins síðan ríkið lagði bankanum til 45 milljónir punda í formi hlutafjár í fjárkreppunni árin 2008 og 2009. Breska ríkið átti 79% fyrir söluna en á nú um 73% hlut.

Söluverðið nemur um 330 pensum á hlut en kaupverð ríkisins var 502 pens á hlut. Heildarsöluverðið nemur 2,1 millj­arði punda eða 441 millj­arði króna.

Ef ríkið myndi selja alla hluti sína á þessu verði næmi tapið 15 milljörðum punda, eða 3.120 milljörðum króna.

Íslandsvinirnir Gordon Brown og Alistair Darling voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar bankabjörgunin var ákveðin.

Hér má sjá tilkynningu frá breska fjármálaráðuneytinu.