Breska ríkisútvarpinu BBC er gert að skera niður um 34 miljónir punda, 6,3 milljarða, en það er 25% af útgjöldum stofnunarinnar.

Niðurskurðarkröfunni hyggst stofnunin mæta með því að segja upp 360 starfsmönnum og loka um helming af þeim vefsíðum sem stofnunin heldur úti en þær eru tæplega 400.

BBC hefur verið gagnrýnt af keppinautum sínum undanfarin ár að nota peninga skattgreiðenda í að auka umsvif sínum á breskum fjölmiðlamarkaði.