António Horta-Osório, forstjóra breska bankans Lloyds, hefur verið skipað að fara í frí af heilsufarsástæðum. Streitan er sögð hafa verið að gera út af við forstjórann. Bankinn mun í heilmiklum vandræðum þessa dagana. Eins og til að bæta gráu ofan á svart hefur stórlax frá Royal Bank of Scotland hætt við að taka við viðskiptabankasviði bankans.

Þá eru heilmiklar róteringar í kringum veikindi forstjórans, samkvæmt upplýsingum Financial Times. Rim Tookey, fjármálastjóri Lloyds, hefur tekið við stýrinu. Það mun aðeins vera fram í febrúar en þá ætlar hann að skipta um starfsvettvang. Búið er að nefna efnimann hans.

Breska ríkið þurfti að koma Lloyds til hjálpar í fjármálahruninu og á nú rúman 41% hlut í honum.