Breski pósturinn, Royal Mail, hefur tilkynnt um uppsagnir á 1.700 starfsmönnum vegna skipulagsbreytinga. Þetta kemur fram á vef BBC.

Starfsmönnum póstsins hefur fækkað um 65.000 eftir uppsagningar frá árinu 2002 og er skýringin mun færi póstsendingar.

Forsvarsmenn póstsins telja að bréfpóstsendingum mun fækka um helming á árunum 2006 til 2014 og því sé nútímavæðing póstþjónustunnar nauðsynleg.

Royal Mail er hlutafélag í eigu breska ríksins sem hafði einokun á póstþjónusta til ársins 2006.  Árið 2006 voru 84 milljónir hluta bornir út með Royal Mail og 14.376 pósthús voru í eigu fyrirtækisins.

Vince Cable viðskiptaráðherra tilkynnti í haust að félagið yrði einkavætt.