Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hefur hækkað meginvexti bankans úr 0,1% í 0,25% í von um að stemma stigu við vaxandi verðbólgu í landinu. Verðbólga í Bretlandi mældist 5,1% í nóvember en hún hefur ekki verið meiri í áratug, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum.

Í tilkynningu segir bankinn að hann hafi þurft að bregðast við verðbólgunni með fullum þunga, jafnvel þótt Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifist með miklum hraða um Bretland. Í fundi peningstefnunefndar samþykkti yfirgnæfandi meirihluti nefndarmanna vaxtahækkunina, eða átta af níu nefndarmönnum.

Bankinn býst við því að verðbólgan fari upp í 6% á næsta ári.