*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 7. apríl 2011 07:42

Breskir auðmenn í nýjum MP banka

Þrír erlendir fjárfestar munu eiga allt að 20% hlut í nýjum MP banka.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Annar aðaleigandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur, Joe Lewis, er í nýjum hluthafahópi MP banka. Einnig mun breska Rowland-fjölskyldan, sem keypti rekstur Kaupþings í Lúxemborg og breytti nafninu í Banque Havilland, vera í hluthafahópnum. Auk þeirra mun þriðji erlendi fjárfestirinn koma inn í nýjan hluthafahóp bankans. Ekki hefur fengist staðfest hver hann er.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins munu erlendu fjárfestarnir eiga allt að 20% hlut í MP banka. Þar af mun Rowlandfjölskyldan eignast um 10% hlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: MP Banki