Breskir bankar munu greiða andvirði um 200 milljarða króna til breska innstæðutryggingasjóðsins, vegna taps þarlendra innstæðueigenda við fall íslensku bankanna haustið 2008. Kemur þetta fram í tilkynningu samtaka breskra fjármálafyrirtækja sem send var út í dag.

Anthony Browne, framkvæmdastjóra samtakanna, segir að það að bresku bankarnir eru farnir að endurgreiða þetta fé sýni að bankageirinn þar í landi sé að komast á lappirnar á ný. Þá sagði hann þetta sanna það að kerfið sé sterkt og að innstæðueigendur verði varðir komi til þess.

Stærstur hluti upphæðarinnar sem umræðir er til kominn vegna reikninga Icesave í bretlandi, rúmar 100 milljónir punda eru vegna innstæðna í Heritable Bank, dótturfélagi Landsbankans, og um 600 milljónir vegna innstæðna hjá Kaupþing Singer & Friedlander.