Breskir bankar standa frammi fyrir allt að 70 milljarða punda tapi vegna útlána með veði í fasteignum. Tapið gæti orðið það mikið að enn frekari aðstoð ríkisins þurfi að koma til, ef bjarga á þeim. Telegraph greinir frá þessu.

Fjárfestingabanki þar í landi, Close Brothers, spáir gríðarlegum afskriftum í ljósi spár sinna um 5-6% lækkun fasteignaverðs, frá því það toppaði árið 2007 og þar til loka árs 2009.

Afskriftir af þessari stærðargráðu gætu leitt til mikils skaða þegar kemur að eiginfjárhlutfalli banka í Bretlandi, og margir þeirra gætu þurft að leita til ríkisins og sumir í annað sinn.

Bankar í Bretlandi eru sagðir sérstaklega viðkvæmir fyrir ástandinu, í ljósi þess að þeir lánuðu margir hverjir upp í 95% af markaðsvirði fasteigna til einstaklinga á tímum uppsveiflu.