Starfsfólk Gatwick og Stansted flugvallana hefur kosið að fara í verkfall. Um er að ræða starfsmenn sem flytja farangur í vélarnar og starfa við tékk-inn á flugvöllunum, en farþegar finna fyrst fyrir röskun þegar sólarhringsverkfall verður 25. ágúst og 29. ágúst.

Starfsmönnunum var boðin 3% launahækkun sem þeir höfnuðu.

Flest flugfélög munu hætta við flug til og frá flugvöllunum þessa daga ef af verkfallinu verður. Virgin Atlantic segist þó hafa viðbragðsáætlun til að vinna eftir og að flug félagsins til og frá Gatwick velli verði flogin.

Gatwick og Stansted koma á eftir Heathrow á lista stærstu flugvalla Bretlands. 200.000 farþegar fara um flugvellina á dag í ágúst.

Verkalýðsfélag starfsmanna flugvallanna sagði tilboð um 3% launahækkun vera móðgun, en það krafðist 5% hækkunar.