Forstjórar 100 stærstu fyrirtækja Bretlands fá að meðaltali laun sem nema 143 sinnum meðallaunum starfsmanna fyrirtækjanna. Þessu greinir The Guardian frá.

Mesti launamunurinn er hjá fyrirtækinu Rangold Resources þar sem forstjórinn Mark Bristow fékk 4,4 milljónir punda, eða sem nemur rúmum 850 milljónum íslenskra króna, í laun á síðasta ári sem var 1500 sinnum meðallaun starfsmanna hans. En margir þeirra vinna í námum fyrirtækisins í Afríku.

Stofnandi WPP, Martin Sorrell, fékk 30 milljónir punda í laun, eða sem nemur 5,8 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári sem er 780 sinnum meðallaun starfsmanna hans. Forstjóri Next, Lord Wolfsson, var með laun upp á 4,6 milljónir punda, eða sem nemur tæpum 900 milljónum íslenskra króna, sem var 459 sinnum meðallaun starfsmanna búðanna. Munurinn hefði verið enn meiri ef Wolfson hefði ekki ákveðið að sleppa því að fá bónus upp á 3,8 milljónir punda sem hann kaus í staðinn að deila jafnt á 20.000 starfsmenn sína.

Samkvæmt High Pay Centre fer launamunur hækkandi í Bretlandi. Árið 1998 voru forstjórar 100 stærstu fyrirtækja Bretlands að meðaltali með laun sem voru 47 sinnum meðallaun starfsmanna sinna.