Hinn fornfrægi Oxford háskóli í Bretlandi kann að tapa allt að 30 milljónum sterlingspunda sem skólinn átti í innistæðum í íslensku bönkunum.

Breska blaðið Guardian hefur eftir talskonu Oxford háskóla að heildarinnistæður háskólans hljóði upp á 600 milljónir sterlingspunda, sem dreifist á nokkra banka. Ársvelta skólans sé 3,4 milljarðar sterlingspunda.

Oxford er ekki eini breski háskólinn sem á í  vandræðum vegna falls íslensku bankanna en samtals eiga tólf háskólar þar ytra innistæður hjá íslensku bönkunum. Samtals hljóða innistæðurnar upp á 77 milljónir sterlingspunda.

Í frétt Guardian segir einnig að Cambridge háskóli eigi innistæður fyrir 11 milljónir sterlingspunda. Það sé u.þ.b. 5% af heildarinnistæðum skólans.