Hækkandi verð og lækkun á fasteignamati gerir það nú að verkum að væntingavísitölur í Bretlandi eru í sögulegu lágmarki.

Þetta kemur fram hjá bresku samtökunum verslunar og þjónustu (British Retail Consortium) í dag.

Fólk er nú svartsýnna en áður varðandi atvinnutækifæri, einstaklingsfjármál og kaupmátt samkvæmt skýrslu samtakanna en þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Þá er verðbólga eitt helsta áhyggjuefni aðspurðra en yfir þriðjungur hafði áhyggjur af hækkandi stýrivöxtum.

Væntingavísitalan í Bretlandi er nú 79 en var 91 á sama tíma í fyrra. Því lengra sem hún er frá 100 því svartsýnni eru neytendur.