Ný rannsókn sýnir að fjórir af hverjum tíu launþegar fyrirtækja á Bretlandi íhuga að segja upp starfi sínu á næstu 12 mánuðum. Rannsóknin gerð af YouGov fyrir Investors in People en frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Skortur á hvatningu er sögð meginástæða fyrir óánægju starfsmanna en auk þess er of mikið vinnuálag, lág laun og skortur á tækifærum til frama taldir meginþættir.

Um helmingur launþega sem tók þátt í rannsókninni telur að þau fái enga hvatningu umfram það þegar vinnan var kynnt þeim í upphafi. Um fjórðungur segir að yfirmenn styðji þá ekki næginlega.

Þá kemur fram í frétt BBC um rannsóknina að þeir starfsmenn sem hafa einungis verið hjá sama fyrirtækinu í minna en tvö ár eru líklegri en aðrir til að hugsa sér til hreyfings.

Yfirmaður hjá Investors in People samtökunum segir niðurstöður rannsóknarinnar vera áhyggjuefni. Hann segir að það sé áhyggjuefni ef starfsmenn eru ekki að njóta vinnu sinnar og enn meira áhyggjuefni ef fólk gengur á dyr, eins og rannsóknin gefur til kynna.

Hann segir nauðsynlegt starfsmenn séu hvattir áfram og lögð séu drög að frekari þjálfun starfsmanna auk möguleika á starfsþróun og starfsframa innan fyrirtækjanna.