*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 17. ágúst 2015 11:20

Breskir forstjórar með 180 föld meðallaun

Munurinn milli launa yfirmanna og meðallauna í Bretlandi er sífellt að aukast.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Yfirmenn í stærstu bresku fyrirtækjunum eru með 183 sinnum hærri laun en meðallaun í Bretlandi. Þessu greinir Business Insider frá.

Samkvæmt nýrri skýrslu the High Pay Centre voru framkvæmdastjórar hjá FTSE 100 fyrirtækjunum á síðasta ári með 4,96 milljón punda í laun á ári. Þetta var eilítil aukning milli ára úr 4,92 milljónum punda árið 2013. Samkvæmt skýrslunni eru þetta 183 föld meðallaun í Bretlandi. Til samanburðar voru framkvæmdastjórarnir með 160 föld meðallaun árið 2010. Meðallaun í Bretlandi eru 488 pund á viku.

Bilið milli hálauna og láglauna fólks er að aukast töluvert í Bretlandi og telja höfundar skýrslunnar að skýrslan muni hvetja til þess að bilið milli hæstlaunuðustu og meðallauna innan fyrirtækis muni minnka.