Breskt efnahagslíf situr á tímasprengju fullri af skuldum sem munu nema 10 þúsund milljarðar Sterlingspunda, eða 1.770 þúsund milljarðar króna, innan fimm ára.

Þetta kemur fram í skýrslu sem endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið PricewaterhouseCoopers gerði og Guardian greinir frá á vef sínum.

Í skýrslunni kemur fram að skuldir einstaklinga og fyrirtækja í Bretlandi séu orðnar svo hættulega miklar að vægar hækkanir á vöxtum, sem eru afar lágir þessa stundina vegna fjármálakreppunnar, gætu orðið til þess að lántakendur gætu ekki staðið undir greiðslubyrðinni.

Rannsókn PwC sýnir að árið 1987 voru samanlagðar skuldir heimila, fyrirtækja, fjármálafyrirtækja og hins opinber um 200% af vergri þjóðarframleiðslu (VÞF). Árið 2009 voru skuldir sömu aðilar orðnar 7,5 billjónir punda, 1.330  og voru 540% af VÞF.

Rannsóknin sýnir að aukning skulda í fjármálafyrirtækjum hefur aukist mest.  Árið 1987 hækkuðu skuldir fjármálafyrirtækjanna úr 46% af VÞF í 245% af VÞF.