Breska verðbréfafyrirtækið Fox-Pitt Kelton mælir með kaupum í Kaupþingi og vermetur félagið á 970 krónur á hlut, en félagið hefur hafið greiningu bankanum.

Greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Citigroup verðmetur Kaupþing á eitt þúsund krónur á hlut, en einnig hefur Morgan Stanley hafið greiningu á bankanum.

Fox-Pitt Kelton segir að Kaupþing sé að verða leiðandi norður-evrópskur fjárfetingabanki og telur að stefna bankans á Norðurlöndum og Bretlandi, samhliða minnkandi vægi íslenskrar starfsemi hans, stuðli að vexti til lengri tíma litið.