Breskir bankar þurfa að öllum líkindum á annarri björgun hins opinbera að halda á næsta ári.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku hugveitunnar The independent New Economics Foundation (NEF) sem unnin er upp úr gögnum frá Englandsbanka. Skýrslan fjallar um starfsemi bresku bankanna og ber heitið Hver fóru peningarnir okkar?.

Hugveitan segir að lánaþörf bresku bankanna á næsta ári sé um 25 miljarðar punda. Þannig rifjar NEF upp að Royal Bank of Scotland og Lloyds hafi þegar verið þjóðnýttir að hluta vegna lausafjárvanda en á sama tíma hafi bankar á borð við Barlclays og HSBC notið þess að fá ódýrt fjármagn frá Englandsbanka þar sem stýrivextir eru nú í sögulegu lágmarki.

Þá munu bresku bankarnir þurfa að endurgreiða til Englandsbanka um 185 milljarða punda í janúar árið 2012.

Nánar er fjallað um málið á vef Reuters fréttastofunnar.