Hér var í fyrri viku fjallað um fjölda starfandi blaðamanna á Íslandi, en bankahrunið virtist ekki hafa haft teljandi áhrif á hann. Vinnumarkaðskönnun í Bretlandi bendir til ekki óáþekkrar þróunar þar í landi í efnahagssamdrættinum upp úr 2008. Á hinn bóginn er athyglisvert að þar hefur blaðamönnum fækkað um nærri 10% síðastliðin tvö ár og fjölmiðlageirinn ekki styrkst líkt og breskt atvinnulíf almennt.

Hins vegar hefur almannatenglum fjölgað til muna á þessum árum, en milli þessara stétta er jafnan nokkurt streymi. Þar á milli kann að vera samhengi, en eins má minnast að æ fleiri fyrirtæki segja nú eigin fréttir á félagsmiðlum. Sem hefðbundnu miðlarnir endurbirta svo oft. Þetta er ekki óþekkt á Íslandi heldur.