Samkvæmt úttekt breska fyrirtækisins Begbies Traynor, sem sérhæfir sig í gjaþrotameðferðum, fjölgaði fyrirtækjum í fjárhagserfiðleikum um 147.836 á síðustu þremur mánuðum ársins 2010. Er það fjölgun um 4% frá árinu áður í Bretlandi. Talan hækkaði frá fyrra ári,í fyrsta sinn í sjö ársfjórðunga.

Í skýrslu Begbies er talið að gjaldþrotum geti fjölgað enn frekar og verði um 23.500 á árinu 2011 samanborið við 21.500 í fyrra. Er fjölgun gjaldþrota einna helst rakin til samdráttar í rekstri hins opinbera. Talið er að minnstu fyrirtækin muni eiga erfiðast með að ganga í gegnum samdráttarskeiðið.