Breski milljarðarmæringurinn Jim Ratcliffe, sem komst í kastljós fjölmiðla vegna kaupa hans á á Grímsstöðum á fjöllum, hefur einnig unnið að því að kaupa jarðir í Þistilfirði. Þetta gerir hann með aðstoð íslenskra samstarfsmanna. Þessu er gert skil í Fréttablaðinu .

Tilraunir hans tengjast allar þekktum laxveiðiám, þá sér í lagi Hafralónsá. Hafa tilraunir Ratcliffe gert það að völdum að talsvert af deilumálum hefur komið upp, jafnvel innan fjölskyldna, þar sem tekist er á hvort skuli selja eður ei.

Í tilkynningu Ratcliffe um kaupin á Grímsstöðum kemur fram að umhverfissjónarmið séu honum ofar öllu. Hann segist vilja vinna náið með bændum á svæðinu til að tryggja áframhaldandi landbúnað og verndun laxastofnsins.

Áhugi „bresks manns“

María Jónsdóttir, sem er einn eigenda jarðarinnar Hvammi við Hafralónsá, segir að lögmaður hjá Lögmannsstofunni á Egilsstöðum hafi hringt í hana í lok nóvember. Þá sagði lögmaðurinn að Jóhannes Kristinsson, fjárfestir, og „breskur maður“, hefðu mikinn áhuga á því að kaupa Hvammsjarðirnar.

Skoða takmörkun jarðareignar útlendinga

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna hóp til að leggja mat á það hvaða takmarkanir komi helst til greina til að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins.

„Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu um árabil varðandi kaup erlendra aðila á bújörðum hér á landi. Dæmi eru um það að sami aðili hafi keypt margar jarðir á stóru svæði án þess að þar sé fyrirhuguð búseta eða að ræktanlegt land sé nýtt,“ segir meðal annars í frétt um málið.