Er hugsanlegt að breska rannsóknarsjóðurinn The Wellcome Trust taki yfir lífsýnabanka deCODE? Í grein í bandaríska rannsóknartímaritinu Science er þeim möguleika velt upp að sjóðurinn verði rekstraraðili að bankanum nú þegar miklir rekstrarerfiðleikar steðja að deCODE.

Stjórnendur deCODE genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, leita nú allra leiða til að fjármagna rekstur sinn en forráðamenn félagsins hafa staðfest að aðeins sé til rekstrarfé í nokkrar vikur í viðbót. Í greininni í Science er haft eftir talsmönnum deCODE um að þeir séu í viðræðum við nokkra aðila úr vísindasamfélaginu um rekstur á lífssýnasafninu. Ekki fæst þó staðfest að hér sé um að ræða The Wellcome Trust en þess ber að geta að Science nýtur mikils trausts í vísindasamfélaginu.

Í greininni er bent á að lífsýnasafn deCODE er einstakt en þar eru sýni frá 140.000 einstaklingum. Það sem gefur safnið einstakt er hve vel það er gert til rannsóknar, meðal annars með tengingu við heislufarsupplýsingar og erfðafræði. Í greinnini í Science er haft eftir Aravinda Chakravarti hjá John Hopkins læknaháskólanum að rannsóknarárangur deCODE sé einstakur.