Eftir um það bil tíu klukkustunda umræður samþykkti breska þingið að hefja loftárásir á ISIS í Sýrlandi. Alls kusu 397 þingmenn með árasunum og 223 gegn. Meirihlutinn var 174 þingmen, en það er hærri meirihluti en búist var við.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði eftir að ákvörðunin hafði verið tekin að þetta hefði verið rétt ákvörðun til að vernda öryggi Bretlands.

66 þingmenn Verkamannaflokksins kusu með loftárásunum en meirihluti flokksins stóð þó að baki formanni flokkins, Jeremy Corbyn sem hafði barist gegn hernaðaríhlutun. Meðal þingmanna Íhaldsflokksins voru einungis sjö þingmenn sem kusu gegn loftárásunum og aðrir sjö sátu hjá.

Stuttu eftir að þingið hafði samþykkt loftárásirnar fóru fjórar herþotur á loft og réðust gegn ISIS. Skotmark árásanna voru olíulindir ISIS í austurhluta Sýrlands.