Mikill áhugi er fyrir því í Bretlandi að kaupa orku frá Íslandi í gegnum sæstreng. Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands, mun heimsækja Ísland heim í næsta mánuði.

BBC hefur eftir honum að mikill áhugi sé fyrir því hér á landi að leggja sæstreng til Bretlands.

Í frétt BBC kemur fram að mikil tækifæri séu til nýtingar á endurnýjanlegri orku á Íslandi og haft er eftir Hendry að með sæstreng sé hægt að flytja slíka orku til Bretland. Það sé mikilvægt í ljósi þess að Bretar framleiði nú minni orku en áður. Þá segir Hendry að með sæstreng frá Íslandi sé hægt að mæta þriðjung af árlegri orkuþörf Breta.

Sjá umfjöllun BBC.