Bresk yfirvöld greindu frá því í gær að þau hefðu fyrirskipað breska hernum að hætta allri notkun klasasprengja sem ekki væru með sérstakan vélbúnað, sem eyddi sprengjunum af sjálfu sér. Með þessu hyggjast bresk stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir að ósprungnar sprengjur valdi saklausum borgurum skaða.

Breski herinn mun hins vegar ekki hætta notkun klasasprengja sem eru með slíkan vélbúnað og í yfirlýsingu sem varnarmálaráðherra Breta sendi frá sér í gær, kom fram að hann teldi slík vopn vera lögmæt og hafa mikla hernaðarlega þýðingu.