Kvikmyndagerðamenn í Hollywood sækja í auknum mæli til Bretlands til þess að vinna myndirnar sínar. Efnahagslífið í Bretlandi njóti góðs af þessu.

Líkt og á Íslandi geta kvikmyndagerðamenn sem starfa í Bretlandi fengið hluta af kostnaði við gerð mynda sinna endurgreiddan. Í Bretlandi getur hlutfallið farið upp í 20-25% af þeirri upphæð sem varið er í framleiðslu myndarinnar.

Næstum 30 kvikmyndaver eru starfandi í London, þar á meðal eru fræg kvikmyndaver á borð við Ealing, Pinewood og Elstree. Ben Roberts, forstöðumaður Kvikmyndasjóðs í Bretlandi, segir að skattaafslátturinn hafi orðið til þess að laða framleiðendur frá Hollywood til Bretlands.

Til að mynda var myndin Thor 2 framleidd í Bretlandi en nokkur atriði úr myndinni voru einnig tekin upp á Íslandi. Á næsta ári stendur svo til að taka upp Star Wars í Bretlandi.

Þá bendir Roberts líka á í samtali við NBC að kvikmyndaframleiðslan. Samkvæmt rannsókn Breska Kvikmyndasjóðsins koma 10% ferðamanna í Bretlandi til landsins vegna áhrifa af myndum þar sem Bretland er sögusviðið.