George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands,boðar í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verulegar skattalækkanir og aðrar aðgerðir landsmönnum til hagsbóta á næstu tveimur árum. Þar á meðal er lækkun skatta á fyrirtæki úr 28% í 20% og skattalækkun fyrir millitekjuhófólk. Þá eru í frumvarpinu aðgerðir sem eiga að hjálpa ungu fólki að koma sér þaki yfir höfuðið.

Auk skattalækkana ætlar ríkisstjórn Bretlands að taka hart á undanskotum en harðar verður tekið á skattsvikum en áður, að sögn breska dagblaðsins Financial Times .