Fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar hefur nú lagt á ýmis konar eyrnamerkta, eða markaða skatta. Financial Times fjallar um þetta.

Eyrnamerking virkar til að mynda þannig að vegatollur er lagður á og allt fjármagnið sem hefst upp úr tollinum fer rakleiðis til umbóta á vegakerfinu. Að sama leyti verður skattfé sem lagt er á túrtappa gefið til góðgerðastofnana kvenna.

Mörkun skattfjár hefur lengi verið óvinsæl meðal ríkisstjórnar Bretlands, vegna þess að hún dregur úr getu ríkisins til að nota skattfé í það sem er mikilvægt að hverju sinni. Þegar skattfé er merkt ákveðnu verkefni verður að nota það í þetta tiltekna verkefni.

Þrátt fyrir þessar hefðbundnu óvinsældir virðist sem svo að eyrnamerkingar séu að verða aftur vinsælar meðal breta. Til að mynda var lagður til skattur á sykraða drykki af þingmönnum sem lagt var svo til að yrði notaður til heilsueflingar ungra barna.