Evrópudómstóllinn skilaði í dag forúrskurði þess efnis að Bretland þyrfti ekki samþykki annarra meðlimaríkja Evrópusambandsins til að hætta við útgöngu úr sambandinu.

Breska þingið mun kjósa um útgöngusamning Theresu May þann 11. desember næstkomandi, en eins og sakir standa virðist nær öruggt að hann verði felldur. Wall Street Journal fjallar um málið .

Bæði Evrópusambandið og Bretland börðust fyrir því að niðurstaðan yrði á hinn veginn, að samþykki allra meðlimaríkja þyrfti til að hætta við útgönguna. Úrskurðurinn krefst þó endanlegrar staðfestingar áður en hann tekur gildi, en almenna reglan er sú að forúrskurðir séu staðfestir. Á því eru þó reglulega undantekningar.