*

föstudagur, 22. janúar 2021
Innlent 22. apríl 2015 12:10

Bretar hafa mikinn áhuga á sæstrengnum

Jón Skafti Gestsson segir að verð sem fengist við sölu raforku til Bretlands sé mun hærra en verð Landsvirkjunar nú.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Allir stærstu stjórnmálaflokkar Bretlands eru sammála um að sæstrengur til Íslands sé einn af áhugaverðustu kostunum á borði Breta til að mæta skuldbindingum þeirra og þörfum í orkumálum. Kom þetta fram í máli Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands, á ráðstefnu Íslenskra verðbréfa og Kjarnans um sæstreng í vikunni.

Jón Skafti Gestsson orkuhagfræðingur skrifar í aðsendri grein á VB.is um fundinn og segir að fleira áhugavert hafi komið fram í máli Hendry, sem sé athygli vert.

„Bresk orkulöggjöf heimilar DECC (breska orkumálaráðuneytið) að gera svokallaða mismunasamninga (e. Contracts for Differences, CfDs) sem tryggja orkuframleiðendum fast verð fyrir afurð sína, óháð sveiflum markaðsins. Slíkir samningar eru bindandi af hálfu breska ríkisins og tryggja verð sem er margfalt hærra en það sem Landsvirkjun fær fyrir orku sína í dag.

Hingað til hefur DECC gefið út föst viðmiðunarverð eftir tegund raforku. Tryggt verð fyrir vatnsorku hefur þannig verið 100 GBP/MWst á verðlagi 2012. Einnig hefur verð samið um að tryggja 145 GBP/MWst fyrir jarðhita og 95 GBP/MWst fyrir vindmyllur á landi. Í öllum tilvikum er um verðtryggðar tölur að ræða sem dregur enn frekar úr áhættu seljanda. Til samanburðar var meðalverð á seldri raforku Landsvirkjunar til stóriðju 15,7 GBP/MWst árið 2014, (Ársskýrsla Landsvirkjunar 2014). Sexfaldur munur, eða meiri, hefði átt að vera mikill hvati til að setjast að samningaborðinu en samt virðast viðræður skammt á veg komnar.“

Lesa má grein Jóns Skafta í heild sinni hér.