*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 29. mars 2017 12:05

Bretar hefja formlega útgönguferlið

Tim Barrow, sendiherra Bretlands gagnvart Evrópusambandinu, afhenti Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópu, sem kveður á um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.

Ritstjórn
Tim Barrow, sendiherra Breta gagnvart Evrópusambandinu afhendir Donald Tusk bréf sem kveður á um úrsögn Breta úr sambandinu
epa

Tim Barrow, sendiherra Bretlands gagnvart Evrópusambandinu, afhenti Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópu, sem kveður á um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Þar með hefur 50. grein Lissabon-sáttmálans verið virkjuð og í kjölfarið geta viðræður um úrsögnina hafist.

Þetta þýðir að 44 ára aðild Breta að Evrópusambandinu ljúki brátt. „Þetta er söguleg stund og nú verður ekki aftur snúið. Við verðum að taka okkar eigin ákvarðanir og semja okkar eigin lög,“ sagði May við breska þingið við tilefnið.

Nú þegar ferlið er hafið þurfa Evrópusambandið og Bretar að ná samkomulagi um hvernig hinum ýmsu málefnum verður háttað í kjölfar útgöngu Breta úr sambandinu, þar á meðal í innflytjendamálum og hvernig viðskiptum milli aðilanna tveggja skuli vera háttað. Bresk stjórnvöld hafa tveggja ára tímaramma til að semja um forsendur útgöngunnar við ESB.

Stikkorð: ESB Bretland bréf Brexit afhent Tim Barrow Donald Tusk