Bresk stjórnvöld hafa boðið Írum um 7 milljarða punda lán til viðbótar við þau neyðarlán sem Írar fá frá Alþjóðagjaldeyirssjóðnum og Evrópusambandinu.

George Osborne fjármálaráðherra Bretlands staðfesti við BBC að viðræður standi nú yfir á milli landanna um viðbótarlán. Hann sagði Íra vin í neyð. Búist er við yfirlýsingu frá breskum stjórnvöldum síðar í dag.