Fyrir hundrað árum klukkan 7:30 að morgni hófst blóðugasta orrusta fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar breskar og franskar hersveitir ruddust uppúr skotgröfum sínum til að reyna að ná nokkur hundruð metra yfir í skotgrarir Þjóðverja hinum megin við víglínuna.

Orrustan stóð í 141 dag

Víða í Bretlandi voru haldnar athafnir til að minnast þeirra hundruðu þúsunda sem létust í orrustunni sem stóð í 141 dag. Fyrsti dagurinn, sem var fyrir akkúrat 100 árum, var sá blóðugasti með um 57.000 slasaða eða látna, þar af 19.240 dauðsföll.

Þessi um það bil fimm mánaða langa orrusta skyldi eftir sig meira en milljón manns sem voru annað hvort slasaðir eða látnir.

Tveggja mínútna þögn var haldin víða sem endaði klukkan 7:30 þegar flautað var til marks um að orrustan skyldi hefjast fyrir akkúrat öld síðan.