George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, er sagður fús til að verða við kalli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og leggja honum til aukið fjármagn í því augnamiði að auka styrk hans. Það er hann hins vegar ekki reiðubúinn til að gera nema stærstu löndin utan evruríkjanna geri það líka.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
© AFP (AFP)

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur unnið að því upp á síðkastið að auka það fjármagn sem sjóðurinn getur veitt ríkjum í neyð. Hann er nú 400 milljarðar Bandaríkjadala en þyrfti að vera tæplega þrefalt stærri, þúsund milljarðar dala.

Breska dagblaðið Telegraph segir Osborne þar öðru fremur eiga við Bandaríkin. TImothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur hins vegar sagt allar slíkar ráðagerðir á ís þar til evruríkin verði búin að fjármagna neyðarbjörgunarsjóð sinn að fullu. Evruríkin hafa nú þegar gefið vilyrði um að leggja tæpa 200 milljarða dala til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar af er hlutur stjórnvalda í Bretlandi tæpir 50 milljarðar dala.

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrisjóðsins er sögð vongóð um að ná niðurstöðu í málinu í vikunni og tryggja fjárframlög frá Bretlandi, Kanada, Japan, Ástralíu, Kína og Indlandi.

Skuldapakki Grikklands ræddur í Brussel
Skuldapakki Grikklands ræddur í Brussel
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ræðir hér við Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, sem alþjóðasamfélagið hefur dregið upp úr skuldafeni.