Bretar og Hollendingar eru þær þjóðir sem fá hvað fæsta lögbundna frídaga á ári hverju, eða aðeins 8 daga.

Þetta kemur fram í stuttri umfjöllun BBC um frídaga víðsvegar um heiminn.

Flestir lögbundnir frídagar eru í boði Indónesíu, eða alls 20 dagar. Þá koma Tæland og Egyptaland skammt á eftir með 19 lögbundna frídaga samkvæmt kjarasamningum.

Reyndar er það svo að víðsvegar í Asíu eru lögbundnir frídagar fleiri en annars staðar í heiminum. Fæstir frídagar eru hins vegar í Bretlandi og Hollandi en sem fyrr segir eru aðeins 8 lögbundnir frídagar í boði fyrir vinnandi fólk þar.

Sjá nánar í myndbroti á vef BBC.