Fulltrúar breskra og íslenskra stjórnvalda funda í Reykjavík í dag vegna Icesave-reikninganna. Ekki liggur fyrir hvenær málið klárast.

Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjara leiðir starf íslenska hópsins.

„Við munum funda með þessari sendinefnd  frá breska fjármálaráðuneytinu og breska seðlabankanum," sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Viðskiptablaðið í morgun.

Sem fyrr eru það fulltrúar frá forsætisráðuneytinu, viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Fjármálaeftirlitinu sem taka þátt í viðræðunum fyrir Íslands hönd.