Talið er að umfang viðskipta vegna fíkniefna- og vændissölu numu 9,7 milljörðum punda árið 2009, eða sem samsvari 0,7% af landsframleiðslu árið 2009, samkv. nýjustu tölfræðimælingum. Markaðurinn fyrir vændi var 5,3 milljarðar pundi árið 2009 og markaðurinn fyrir kannabis, heróín, kókaín, alsælu og amfetamín var samtals 4,4 milljarða punda virði.

Í fyrsta sinn munu tölfræðingar mæla afkomu fíkniefna- og vændissölu og hlut þess í breska efnahagskerfinu, en þeir hafa uppgötvað að afkoma þessara starfa sé jafn stór hluti af efnhagskerfinu og afkoma búskapar, og einungis aðeins minni en samanlagður hluti bóka og dagblaða útgefenda.

Áætlað er að árið 2009 störfuðu 60.879 vændiskonur í Bretlandi árið 2009 sem áttu að meðaltali 25 viðskiptavini á viku sem borguðu 67,16 pund fyrir hverja heimsókn. Í tölfræðinni var einnig áætlað að sama ár bjuggu 2,2 milljónir kannabisnotenda í Bretlandi sem reyktu kannabis fyrir meira en 1,2 milljarða punda.

Þessar nýju viðbætur við þjóðhagsreikninga verða birtar frá og með september næstkomandi. Graeme Walker, yfirmaður þjóðhagsreikninga hjá Tölfræðistofu Bretlands, sagði í viðtali við The Guardian, að það væru hindranir við það að mæla hlut ólöglegrar sölu í hagkerfinu en þó væri mikilvægt að reyna það til að fá skýrari mynd af stærð hagkerfisins.

Bretland er ekki eina landið til þess að reikna tekjur af fíkniefna- og vændissölu sem hluta af landsframleiðslu. Samkv. evrópskum tölfræðireglum skulu ólöglegar sölur sem allir aðilar samþykkja teljast til stærðar hagkerfisins. Auk Bretlands hafa nú þegar Eistland, Austurríki, Slóvenía, Finland, Svíþjóð og Noregur bætt þessum tekjum við landsframleiðslu. Í síðustu viku var einnig tilkynnt að á Ítalíu myndi ríkisstjórnin hefja að telja sölu á, meðal annars, kókaíni og vændi sem hluta af landsframleiðslu sinni.