Breska fjármálaeftirlitið, eða Financial Conduct Authority, hefur samþykkt breytingu á eignarhaldi á Gamma Capital Management ltd., dótturfélagi Gamma Capital Management hf. í Bretlandi.

Þar með hefur öllum hindrunum við sameiningu félaganna verið rutt úr vegi, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær , samþykkti íslenska Fjármálaeftirlitið samrunann þá. Um er að ræða 2,4 milljarða viðskipti.

Samkvæmt tilkynningu Kviku til kauphallarinnar mun bankinn nú ganga frá viðskiptunum í samræmi við kaupsamning, en þó einungis á 96,15% hlutafjár í Gamma sem stendur. Það er því að einn eigandi í Gamma, eigandi 3,85% hlutafjár, undirritaði kaupsamninginn með fyrirvara sem hann hefur ekki aflétt.