Breska ríkisstjórnin hefur eyrnamerkt 9,3 milljarða punda sem á að leggja til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Fjármagnið er hluti af áætlun forsvarsmanna sjóðsins að styrkja hann um 400 milljarða dala með framlagi frá aðildarríkjunum.

Breska dagblaðið Financial Times segir upphæðina sem Bretar leggi til sjóðsins sé rétt undir þeim þröskuldi sem stjórnvöldum eru sett og því þarf ríkisstjórnin ekki að fá samþykki þingsins fyrir fjárveitingunni. Blaðið bendir á að það hafi verið nauðsynlegt þar sem stjórnarandstæðingar hafi almennt verið á móti fjárveitingunni.