Tiltrú neytenda í Bretlandi hefur minkað töluvert undanfarið og ekki verið minni síðan 2004. Ástæða þessa, að sögn fréttavefs Bloomberg, er minnkandi hagvöxtur og aukin kostnaður vegna framfærslu.

Í nýlegri könnun kom í ljós að væntingavísitala neytenda hafði lækkað um 4 stig úr 85 stigum í 81 stig á skömmum tíma.

FTSE 100 vísitalan í London lækkaði um 9% í janúar síðast liðum og ástandið á breskum fasteignamarkaði er það verst í rúman áratug.

Líkur eru taldar á að Englandsbanki lækki stýrivexti á morgun til að stemma stigi við hækkandi verðbólgu og versnandi efnahagsástandi í landinu.