Ný löggjöf hefur tekið gildi í Bretlandi sem er ætlað að gera auðveldara að sækja fyrirtæki til saka fyrir dauðsföll sem verða vegna vanrækslu þeirra. Samkvæmt lögunum geta atvinnurekendur lent í háum sektum, allt að 10% af veltu fyrirtækisins, ef í ljós kemur að öryggisreglur voru ekki virtar.

Fyrri löggjöf á sama sviði hafði verið gagnrýnd fyrir að gera of erfitt að lögsækja menn fyrir brot á öryggisreglum sem leiddu til dauða. Nú þarf hins vegar ekki lengur að sanna að einstökum yfirmanni hafi verið um að kenna, aðeins að stjórn fyrirtækisins hafi borið ábyrgð.

BBC fréttastofan hefur eftir Mariu Eagle, dómsmálaráðherra Breta, að löggjöfin sendi skýr skilaboð til atvinnurekenda sem ekki taka hollustu- og öryggisskyldur sínar alvarlega.