Bresk stjórnvöld hafa þrýst á Seðlabanka Íslands og fjármálaráðherra um undanþágu frá gjaldeyrishöftum fyrir útgreiðslu erlends gjaldeyris úr slitabúi gamla Landsbankans (LBI) til forgangskröfuhafa. Morgunblaðið greinir frá.

Breski innistæðutryggingasjóðurinn er stærsti kröfuhafi LBI og á 400 milljarða króna kröfu á hendur búinu. Ólíklegt þykir hins vegar að íslensk stjórnvöld muni samþykkja allar þær víðtæku undanþágur sem LBI hefur óskað eftir sem skilyrði fyrir breyttum skilmálum á gjaldeyrisskuld Landsbankans við búið. Kynni það að torvelda áform stjórnvalda um afnám hafta.