*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 13. apríl 2017 17:33

Bretar versla minna við Starbucks

Hagnaður Starbucks í Bretlandi hefur dregist saman um 61% milli ára.

Ritstjórn

Hagnaður bandaríska kaffirisans Starbucks hefur dregist verulega saman í Bretlandi. Félagið segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þau efnahagslegu áhrif sem því ferli fylgja spila stórt hlutverk.

Hagnaður félagsins hefur samkvæmt BBC dregist saman um 61% milli ára og nemur nú um 13,4 milljónum punda í Bretlandi.

Einnig má sjá að félagið greiðir ekki eins mikið í skatta, en bresk yfirvöld fá nú aðeins 6,7 milljónir punda samanborið við 8,4 milljónir í fyrra.

Samsteypan hefur þó aldrei hagnast jafn mikið á heimsvísu, en félagið segir mestan vöxt hafa átt sér stað vestanhafs.

Stikkorð: Bretland Starbucks Kaffi
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is