*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Erlent 13. apríl 2017 17:33

Bretar versla minna við Starbucks

Hagnaður Starbucks í Bretlandi hefur dregist saman um 61% milli ára.

Ritstjórn

Hagnaður bandaríska kaffirisans Starbucks hefur dregist verulega saman í Bretlandi. Félagið segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þau efnahagslegu áhrif sem því ferli fylgja spila stórt hlutverk.

Hagnaður félagsins hefur samkvæmt BBC dregist saman um 61% milli ára og nemur nú um 13,4 milljónum punda í Bretlandi.

Einnig má sjá að félagið greiðir ekki eins mikið í skatta, en bresk yfirvöld fá nú aðeins 6,7 milljónir punda samanborið við 8,4 milljónir í fyrra.

Samsteypan hefur þó aldrei hagnast jafn mikið á heimsvísu, en félagið segir mestan vöxt hafa átt sér stað vestanhafs.

Stikkorð: Bretland Starbucks Kaffi