Eitt af hverjum fimm lánum í Bretlandi á tímabilinu apríl og júní voru til lengri tíma en 30 ára. Samtals voru lán á þeim tíma 171 þúsund. Þetta er aukning frá fyrsta ársfjórðungi þegar 18% lána voru til lengri tíma en 30 ára. Frá þessu er greint á Telegraph.

Aukning var á lengri lánum hjá nýjum kaupendum úr 26% á fyrsta ársfjórðungi í 28%. Fyrir 10 árum voru eingöngu 4,5% allra kaupenda sem tóku lán til lengri tíma en 30 ára en í lok árs 2007 var hlutfallið 11%. Talið er að þetta sé vegna þess að greiðslubyrði sé of mikið þar sem húsnæðisverð hafi hækkað mikið.