*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 8. ágúst 2019 17:00

Bretland áfram í Interrail

Hætt við að hætta í samevrópsku lestarsamstarfi eftir mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Sameina Interrail og Eurorail.

Ritstjórn
Meðal annars er hægt að ferðast með lestum Danmerkur, eða til alls 31 land í Evrópu, það er fleiri en hin 27 ríki ESB, með Interrail og Eurorail miðunum sem verða sameinað í eitt og er kveikjan að deilunum við bresku lestarfélögin.

Bresk lestarfyrirtæki munu áfram vera í hinu samevrópska Interrail kerfi, sem er þvert á ákvörðun sem tekin var á miðvikudag. Höfðu hagsmunasamtök breskra lestarfyrirtækja sagt að aðildin að Interrail kerfinu myndi ljúka í janúar næstkomandi, en eins og fram hefur komið mun Bretland að öllu óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 31. október.

Þar með myndu hvorki Interrail né Eurorail miðar lengur gilda í breskum lestum, heldur hefðu þeir þurft að kaupa sérstaka miða til að ferðast um Bretland.

Bresku hagsmunasamtökin, Rail Delivery Group, kenndu Eurail Group samtökunum, sem halda utan um Interrail kerfið, um deilurnar, því ætlunin væri að sameina annars vegar Eurrail og hins vegar Interrail miðana í eitt kerfi.

Mögulegt að ferðast um alla álfuna með einum miða

Interrail, sem stofnað var árið 1072, gerir farþegum með ESB ríkisborgararétt og Interrail miða kleyft að ferðast um með lestum og ferjum um 31 Evrópuríki, bæði í og utan Evrópusambandsins, en hinn eldri Eurail miði gerir þeim sem ekki eru EU ríkisborgarar kleyft að gera það sama.

Ákvað Eurorail Group að ýta RDG út úr þátttöku í Interrail/Eurorail verkefnunum í kjölfar þess að síðarnefndi hópurinn neitaði að selja hinn sameinaða miða. Nú segir Robert Nisbet framkvæmdastjóri hjá RDG hins vegar að eftir mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum við fréttum um að þeir væru að yfirgefa kerfið hefði verið ákveðið að halda áfram viðræðum segir í BBC.

Ætlunin er að Bretar taki upp sinn eigin Britpass miða sem gildi í breskum lestum, og eru deilurnar að hluta til vegna mögulegra árekstra þarna á milli.