Atvinnuleysi í Bretlandi hefur nú náð 11 ára hámarki en á þriðja ársfjórðungi þessa árs jókst fjöldi atvinnulausra um 140 þúsund.

Á fréttavef BBC kemur fram að um 1,8 milljónir Breta eru því atvinnulausir um þessar mundir.

Samkvæmt tölum frá breskum yfirvöldum mældist atvinnuleysi því 5,8% á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,4% á öðrum ársfjórðungi.

Þá hefur BBC eftir greiningaraðilum að fjöldi atvinnulausra einstaklinga geti farið yfir tvær milljónir á næstu mánuðum og geti hugsanlega verið um 2,8 milljónir árið 2010 með sama áframhaldi.

Mest hefur atvinnuleysi aukist í framleiðslugeiranum. Nú starfa um 2,86 milljónir einstaklinga í þeim geira og hafa ekki verið færri frá því í byrjun árs 1978 að sögn BBC.