Breska fjármálaeftirlitið hefur nú svipt fasteignasala þar í landi starfsleyfi sínu í kjölfar þess sem hann skilaði inn fölsuðum lánaumsóknum til fjármögnunaraðila. Fasteignasalinn notaði síðan fjármunina sem hann fékk með þessum hætti til að fjármagna húsnæðiskaup handa sjálfum sér og einum starfsmanna sinna að auki. BBC segir frá þessu.

Umræddur maður hefur jafnframt verið sektaður um 100.000 fyrir þetta athæfi, en hann er númer 17 í röðinni sem gerist uppvís að broti sem þessu.

Útlánastofnanir á borð við Bradford & Bingley hafa tapað nokkrum fjárhæðum vegna svika af þessum tagi.

Fjármálaeftirlitið breska hefur hvatt banka til að benda á fasteignasala sem gætu haft eitthvað gruggugt í pokahorninu.