Bretland mun í vetur kljást við versta raforkuskort í áratug samkvæmt Kiran Stacey, yfirmanns raforkukerfis Bretlands.

Samkvæmt nýbirtum tölum þá mun raforkuframleiðslan í Bretlandi á háannatímum einungis rétt svo anna eftirspurn. Talið er að munur milli hámarks framleiðslugetu og eftirspurn á háannatímum muni vera einungis 1,2%. Munurinn hefur ekki verið minni í rúmlega áratug.

Þegar hefur verið tekið til aðgerða, en verið að opna stöðvar sem hafa verið teknar úr umferð. Einnig hefur fyrirtækjum verið boðin greiðsla fyrir að minnka raforkuþörf fyrirtækjanna á háannatímunum.