Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt um 400 milljóna punda samstarf við Bill Gates til að efla grænar fjárfestingar í Bretlandi og hét því að stórauka við nýja, hreina tækni.

Stjórnvöld í Bretlandi munu taka höndum saman með Gates í verkefninu hans „B reakthrough Energy Catalyst " sem hefur þróun grænnar orku sem hluta af markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Samkvæmt frétt Bloomberg hefur verkefnið fjögur svið tækninnar að leiðarljósi: grænt vetni, langtíma orkugeymslu, sjálfbært flugvélaeldsneyti og kerfi til að fanga koltvísýring beint úr lofti.

Nú þegar hefur Bretland skuldbundið sig til að setja að minnsta kosti 200 milljónir punda í þróun á grænni tækni en 200 milljóna punda framlag mun einnig koma frá verkefni Gates.

Þetta tilkynnti forsætisráðherrann á Global Investment Summit í London í dag, tveimur vikum áður en leiðtogar heims koma saman í Glasgow á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.